Heildstæð hugbúnaðarlausn fyrir rekstur sálfræðiþjónustu.

Auðveldaðu þér vinnuna og eigðu meiri tíma fyrir þig

PMO Psych er hugbúnaðarlausn sem er sérsniðin að þörfum sálfræðinga. Með PMO Psych geturðu haldið utan um allar upplýsingar starfssemi þinnar á öruggan og einfaldan hátt.

Um PMO Psych

Profdoc sjúkraskrárkerfið (PMO) er eitt fullkomnasta rafræna sjúkraskrárkerfi á Íslandi. Kerfið er notað af þúsundum heilbrigðisstarfsmanna um allan heim. PMO var þróað í Svíþjóð af sömu aðilum og þróuðu Take Care sjúkraskrárkerfið sem er notað á Karólínska Sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, einu stærsta og virtasta háskólasjúkrahúsi heims. PMO hefur verið í notkun á Íslandi í yfir 10 ár með mjög góðum árangri. Notendur eru m.a. sérfræðilæknar, sálfræðingar, heimaþjónusta, öldrunarheimili og sjúkrahús. PMO er sveigjanleg og fjölhæf lausn sem hægt er að aðlaga að þörfum hvers notanda.

Skræða ehf er umboðs og þjónustuaðili PMO á Íslandi

Rafræn sjúkraskrá

Sjúkraskráin í PMO Psych inniheldur allt sem þú þarft til að halda utan um upplýsingar þinna skjólstæðinga. Kerfið nýtir sér eina fullkomnustu gagnagrunnstækni sem völ er á til að varðveita og flokka allt sem þú skráir á skilvirkan og hagkvæman máta.

FÁÐU YFIRSÝN Á AUGABRAGÐI

Allar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað. Fáðu skýra yfirsýn yfir stöðu skjólstæðinga á augabragði með forsíðu sjúklings þar sem allar helstu upplýsingar sjúkraskrár eru birtir á einum stað. Skoðaðu allar skráningar frá upphafi í tímaröð á skýran og skilmerkilegan máta. Það er enginþörf á að smella og leita að upplýsingum sem kynnu að leynast á bakvið takka eða valmyndir.

 

SKRÁNING EFTIR ÞÍNU HÖFÐI

Í sjúkraskrá er hægt er að skrá bæði frjálsan texta sem og styðjast við meðal annars við stöðluð gildi, fjölval og felliglugga.. Með fyrir fram skilgreindum sniðmátum nóta getur þú samræmt og staðlað skráningu þína með einföldum hætti og sparað þér tíma og vinnu. Sniðmátin skilgreina form og uppbyggingu nóta. Nótusniðmátin eru sniðin að þínum þörfum, þú ræður hvað þú skráir og hvernig. Nótur geta jafnframt innihaldið flýtitexta og stöðluð gildi sem flýtir fyrir skráningu og sparar tíma.

 

MINNKAÐU PAPPÍRINN OG GEYMDU ALLT RAFRÆNT

Í sjúkraskránni er hægt að vista öll skjöl sem þú ert að senda eða móttaka. Hægt er að skanna inn allan pappír og vista í sjúkraskrá. Skjöl sem þú sendir út til dæmis. bréf, beiðnir eða vottorð er jafnframt hægt að vista undir skjölum. Skjölum fylgja tilbúin form fyrir algeng skjöl sem oft þarf að senda

 

KÓÐAÐU SKRÁNINGUNA

Haltu utan um allar kóðaðar greiningar á einum stað. Hægt er að skrá kóðaðar greiningar eftir ýmsum kerfum eins og DSM IV og ICD-10.

 

FÁÐU YFIRSÝN YFIR FRAMVINDU SKJÓLSTÆÐINGA

Hægt er að skrá niðurstöður staðlaðra prófa og skoða árangur og framvindu skjólstæðinga í tíma. Niðurstöður mælinga er hægt að skoða í tímaröð bæði í töflum og grafískt Hægt er að flagga frávik og gildi utan eðlilegra marka. Einnig er hægt að skrá hvers kyns önnur töluleg eða stöðluð textagildi og skoða þróun og breytingar á þeim. Þannig fæst skýrari yfirsýn yfir framvindu þinna skjólstæðinga á einfaldan máta.

 

LEITAÐU Í SJÚKRASKRÁNNI

Framkvæmdu textaleit í sjúkraskránni. Sláðu einfaldlega inn leitarorð og sjáðu alla skráningu sem inniheldur það leitarorð. Einnig er hægt að framkvæma sérhæfðari leitir til dæmis . eftir tímabili og tegund gagna.

Verkbókhald og umsýsla

PMO Psych er meira en bara rafræn sjúkraskrá. Fáðu yfirsýn yfir vinnuna þína.

HALTU UTAN UM ALLAR TÍMABÓKANIR

Fullbúið tímabókunarkerfi leyfir þér að halda utan um allar tímabókanir skjólstæðinga.  Hægt er að litakóða og flokka bókanir eftir flokkum sem þú skilgreinir.  Ritari getur einnig verið með aðgang að tímabókunum og bókað fyrir þig tíma.

 

BÆTTU MÆTINGU SKJÓLSTÆÐINGA

Skjólstæðingar gleyma síður að mæta þegar þeir fá SMS áminningu. Notaðu SMS áminningar sem sendar eru út með sjálfvirkum hætti á alla sem eiga bókaðan tíma. Þú ákveður hvaða texta áminningin inniheldur og hvenær hún er send.

 

VERTU MEÐ YFIRSÝN YFIR VINNUNA ÞÍNA

Með innbyggðum vinnulistum getur þú haldið utan um verkefni, forgangsraðað þeim og skipulagt. Hægt er að hengja sjúkraskrá, kennitölu eða einstakar færslur úr sjúkraskrá við verkefni. Kerfið heldur einnig utan um nótur og aðrar ókláraða skráningu með sjálfvirkum hætti. Með vinnulistum hefur þú alltaf yfirsýn yfir vinnuna þína.

 

SPJALLAÐU VIÐ AÐRA NOTENDUR

Innbyggt skilaboðakerfi gerir notendum kleift að senda skilaboð sín á milli á öruggan og þægilegan máta. Hægt að setja kennitölu sjúklings og upplýsingar úr sjúkraskrá sem viðhengi við skilaboð. Þannig er með einföldum og öruggum hætti hægt að eiga í rafrænum samskiptum við kollega og samstarfsmenn.

 

ALLIR ELSKA GULA MIÐA

Hægt er að líma rafræna „gula miða“ á sjúkraskrá sjúklinga til áminningar fyrir þig eða aðra notendur um eitthvað sem varðar tiltekna sjúkraskrá/skjólstæðing

 

VERTU TILBÚIN FYRIR SAMNINGA VIÐ SÍ

PMO Psych fylgir reikningsgerð sem getur átt rafræn samskipti við Sjúkratryggingar Íslands. Með PMO Psych ert þú tilbúin fyrir greiðsluþáttöku SÍ. Reikningsgerðin virkar einnig fyrir venjulega reikninga utan greiðsluþáttöku SÍ. Þú getur því haldið utan um alla reikningsgerð ,gjaldskrár og taxta í PMO Psych

Öryggi

Með PMO Psych getur þú uppfyllt löggjöf um rafræna sjúkraskrá og persónuvernd auk tilmæla landlæknis um öryggi sjúkraskráa.

PERSÓNUVERND

UPPFYLLTU GDPR PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖFINA

Með PMO Psych er hægt að uppfylla kröfur laga nr 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga .  PMO Psych er hannað frá grunni með öryggi viðkvæmra persónuupplýsinga að leiðarljósi.

LÖG UM SJÚKRASKRÁR

FULLGILT SJÚKRASKRÁRKERFI

PMO Psych er fullgilt rafrænt sjúkraskrárkerfi sem uppfyllir ákvæði laga nr. 90/2009 um sjúkraskrár auk reglugerðar nr. 550/2015 um sjúkraskár. Með PMO Psych getur þú uppfyllt að fullu kröfur laga um rafræna skráningu og öryggi sjúkraskrárupplýsinga.

FYRIRMÆLI EMBÆTTIS LANDLÆKNIS

LAGALEGA BINDANDI

Með útgáfu ráðherra á reglugerð nr. 550/2015 um sjúkraskrár öðluðust fyrirmæli Embættis Landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa ígildi laga sem allir veitendur heilbrigðisþjónustu þurfa að uppfylla. Með PMO Psych er unnt að uppfylla núverandi fyrirmæli Landlæknis að fullu.

REKJANLEIKI

ÞÚ VEIST ALLTAF HVER GERÐI HVAÐ

Allar skráningar í PMO PSych eru að fullu rekjanlegar með tilliti til þess hver framkvæmdi skráningu og hvenær. Skráning er einnig útgáfustýrð þannig að þegar gögnum er breytt eru allar fyrri útgáfur varðveittar með tímastimpli og auðkenni þess notanda sem framkvæmdi breytinguna. Jafnvel þótt skráningu sé eytt er hún áfram aðgengileg og unnt að framkalla hana og endurheimta.

AÐGANGSSTÝRING

ÓVIÐKOMANDI AÐILAR KOMAST EKKI Í GÖGNIN ÞÍN

Í PMO Psych er innbyggð aðgangsstýring á öllum gögnum. Hægt er að stýra með nákvæmum hætti hverju notendur hafa aðgang að. Notandi hefur aðeins aðgang að þeim gögnum sem honum er veitt sérstök heimild til að skoða. PMO Psych býður einnig uppá sérhæfðar aðgangsstýringar eins og lesaðgang og fulltrúaaðgang. Með lesaðgang getur notandi aðeins skoðað gögn en ekkert skráð. Með fulltrúaaðgang getur notandi aðeins skráð fyrir hönd annarra notanda sem kemur t.d. að gagni fyrir ritara og annað aðstoðarfólk.

RÉTTLEIKI GAGNA

ENGIN HÆTTA Á AÐ SKRÁNING TÝNIST, MISFARIST EÐA GLATIST VEGNA MISTAKA EÐA KERFISVILLNA

PMO Psych gætir ávallt að innbyrðis samræmi sé á allri skráningu í kerfinu. Dæmi um þetta er að skráningu í sjúkraskrá er ekki hægt að aðskilja frá auðkenni sjúklings. Ef reynt væri til dæmis að eyða sjúkling úr kerfinu kemur varnagli í veg fyrir að það sé hægt ef gögn eru skráð í sjúkraskrá viðkomandi. Skráningu er heldur ekki hægt að aðskilja frá eiganda gagnanna/auðkenni þess sem skráði. Í PMO Psych eru þúsundir slíkra reglna og varnagla sem sannreyna í rauntíma að sérhver skráning fullnægi kröfum um rekjanleika og vensl gagna.

UPPITÍMI/AÐGENGI

GÖGNIN ALLTAF AÐGENGILEG ÞEGAR ÞÚ ÞARFT Á ÞEIM AÐ HALDA

PMO Psych er hannað með hámarksupptíma í huga. Kerfið er hægt að setja upp og reka með 99,9% uppitíma.

Pantaðu kynningu á PMO Psych

© 2020 Allur réttur áskilinn Skræða ehf.

TOP