Hugbúnaður fyrir sálfræðinga
T 898 2179
Email: info@sjukraskra.is
PMO Psych
Ármúli 4108 ReykjavíkSími 898 21 79info@sjukraskra.is
Allar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað. Fáðu skýra yfirsýn yfir stöðu skjólstæðinga á augabragði með forsíðu sjúklings þar sem allar helstu upplýsingar sjúkraskrár eru birtir á einum stað. Skoðaðu allar skráningar frá upphafi í tímaröð á skýran og skilmerkilegan máta. Það er enginþörf á að smella og leita að upplýsingum sem kynnu að leynast á bakvið takka eða valmyndir.
Í sjúkraskrá er hægt er að skrá bæði frjálsan texta sem og styðjast við meðal annars við stöðluð gildi, fjölval og felliglugga.. Með fyrir fram skilgreindum sniðmátum nóta getur þú samræmt og staðlað skráningu þína með einföldum hætti og sparað þér tíma og vinnu. Sniðmátin skilgreina form og uppbyggingu nóta. Nótusniðmátin eru sniðin að þínum þörfum, þú ræður hvað þú skráir og hvernig. Nótur geta jafnframt innihaldið flýtitexta og stöðluð gildi sem flýtir fyrir skráningu og sparar tíma.
Í sjúkraskránni er hægt að vista öll skjöl sem þú ert að senda eða móttaka. Hægt er að skanna inn allan pappír og vista í sjúkraskrá. Skjöl sem þú sendir út til dæmis. bréf, beiðnir eða vottorð er jafnframt hægt að vista undir skjölum. Skjölum fylgja tilbúin form fyrir algeng skjöl sem oft þarf að senda
Haltu utan um allar kóðaðar greiningar á einum stað. Hægt er að skrá kóðaðar greiningar eftir ýmsum kerfum eins og DSM IV og ICD-10.
Hægt er að skrá niðurstöður staðlaðra prófa og skoða árangur og framvindu skjólstæðinga í tíma. Niðurstöður mælinga er hægt að skoða í tímaröð bæði í töflum og grafískt Hægt er að flagga frávik og gildi utan eðlilegra marka. Einnig er hægt að skrá hvers kyns önnur töluleg eða stöðluð textagildi og skoða þróun og breytingar á þeim. Þannig fæst skýrari yfirsýn yfir framvindu þinna skjólstæðinga á einfaldan máta.
Framkvæmdu textaleit í sjúkraskránni. Sláðu einfaldlega inn leitarorð og sjáðu alla skráningu sem inniheldur það leitarorð. Einnig er hægt að framkvæma sérhæfðari leitir til dæmis . eftir tímabili og tegund gagna.
Fullbúið tímabókunarkerfi leyfir þér að halda utan um allar tímabókanir skjólstæðinga. Hægt er að litakóða og flokka bókanir eftir flokkum sem þú skilgreinir. Ritari getur einnig verið með aðgang að tímabókunum og bókað fyrir þig tíma.
Skjólstæðingar gleyma síður að mæta þegar þeir fá SMS áminningu. Notaðu SMS áminningar sem sendar eru út með sjálfvirkum hætti á alla sem eiga bókaðan tíma. Þú ákveður hvaða texta áminningin inniheldur og hvenær hún er send.
Með innbyggðum vinnulistum getur þú haldið utan um verkefni, forgangsraðað þeim og skipulagt. Hægt er að hengja sjúkraskrá, kennitölu eða einstakar færslur úr sjúkraskrá við verkefni. Kerfið heldur einnig utan um nótur og aðrar ókláraða skráningu með sjálfvirkum hætti. Með vinnulistum hefur þú alltaf yfirsýn yfir vinnuna þína.
Innbyggt skilaboðakerfi gerir notendum kleift að senda skilaboð sín á milli á öruggan og þægilegan máta. Hægt að setja kennitölu sjúklings og upplýsingar úr sjúkraskrá sem viðhengi við skilaboð. Þannig er með einföldum og öruggum hætti hægt að eiga í rafrænum samskiptum við kollega og samstarfsmenn.
Hægt er að líma rafræna „gula miða“ á sjúkraskrá sjúklinga til áminningar fyrir þig eða aðra notendur um eitthvað sem varðar tiltekna sjúkraskrá/skjólstæðing
PMO Psych fylgir reikningsgerð sem getur átt rafræn samskipti við Sjúkratryggingar Íslands. Með PMO Psych ert þú tilbúin fyrir greiðsluþáttöku SÍ. Reikningsgerðin virkar einnig fyrir venjulega reikninga utan greiðsluþáttöku SÍ. Þú getur því haldið utan um alla reikningsgerð ,gjaldskrár og taxta í PMO Psych
© 2020 Allur réttur áskilinn Skræða ehf.